Kaffihús
Við Hjölli og Árni göngum nú með þá hugmynd í maganum að opna kaffihús sem væri svona súfistakaffi bara unnið betur, þ.e. vinna betur úr smáatriðunum. Við erum með ýmsar hugmyndir í kollinum en vitum reyndar ekki hvað þetta dæmi gæti kostað. Skemmtilegt ævintýri ef við látum einhvern tíman verða af þessu. Ég ætla ekki að fara út í smáatriði því þá stelur bara einhver hugmyndinni. Við Sonja fórum á kaffihús í Kiev sem var frábært og við vorum þá að pæla í að stela bara þeirri hugmynd og opna stað í Reykjavík því það voru margar skemmtilegar hugmyndir í því kaffihúsi. Ánni er búinn að athuga hvort Starbucks sé að koma hérna en það er því miður einhver búinn að sækja um það merki, enda hefði það örugglega verið alltof dýr og stór pakki fyrir okkur, og hefði ekki gefið okkur sama svigrúm í að þróa okkar hugmyndir. Hvað finnst Sigga annars um þetta mál?
|
Mér lýst bara stórkostlega á þessa hugmynd og bíð fram starfskrafta mína ef á þarf að halda á þetta kaffihús. Ég veit reyndar til þess að keðja eins og Subway er hugsuð þannig að einstaklingur af götunni á að ráða við það að opna eigin stað þannig að spurningin er hvort ekki sé sama hugsun með kaffihúskeðjur eins og Starbucs og fleiri varðandi þau mál. Ég er gríðarlega ánægður með þetta blogg frá Jóa og lofa hér með pistli á morgun
kv siggi óli
09:50
Starfskraftar = Vinna + fjármagn?
09:54 Joi
|
|