Nick Cave
Ég hef hlustað ansi mikið á Nick Cave undanfarna mánuði og má segja að ég hafi hlustað meira á hann en aðra tónlistarmenn. Ég er alltaf að uppgötva meira og meira hvað þessi maður er mikill snillingur bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Lögin eru flott með snilldar textum og hann flytur þau á sinn hátt með hæfilega hráum hætti. Ætli ég verði ekki bara að segja að þessi maður er uppáhalds tónlistarmaðurinn minn í dag og hreint grátlegt að missa af tónleikunum með honum þegar hann kom til Íslands. The Mercy Seat er að öðrum ólöstuðum hans besta lag að mínu mati og hreint út sagt magnað. Hlustaði nokkrum sinnum á það í evrópuferðinni og Sonja var líka farin að vera mjög hrifin af því. Nick Cave er maðurinn!
|
Ég er sammála, þetta er mjög gott blögg! Ég hef lengi ætlað að gefa Tom Waits tækifæri en ekki komið mér til þess (er með 15 diska með honum).
13:05 Joi
Jújú þetta er ágætis blögg. Ekki verra en hvað annað...:-)
14:42 Hjörleifur
|
|