laugardagur, júní 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Bónus
Tók vel á því í ræktinni áðan og er nú 83,1 kg. sem er um 1,5 kg. lægra en þegar ég fór síðast í ræktina áður en ég fór út. Það þýðir að ég hafi nú lést eitthvað úti en við gengum ansi mikið og það hefur skilað sér í grennri Jóa. Það var reyndar feitur og ljótur kall sem var að lyfta þarna líka og tækin voru rennandi blaut af svita eftir hann og var eins og það væri búið að hella vatni á þau. Hann hafði ekkert með sér til að þurrka af og ég þurfti því að stýra framhjá þeim tækjum en þau voru a.m.k. vel merkt hjá kallinum og engin hætta að setjast í svitann eftir hann. Ótrúlegt samt hvað sumt fólk er tillitslaust, ætlast greinilega til þess að fólk baði sig í svitanum af sjálfum sér eða það er bara svona ómeðvitað og veit ekki að það kemur sviti þegar það reynir á sig.

Ég fór síðan í bónus til að versla í matinn og þar handlék ég svona útlenskar dverggulrætur og þá gekk að mér kona og sagði mér að þessar gulrætur væru með allskonar aukaefnum og drasli sem væri búið að sprauta á þær en íslensku gulræturnar væru mun betri og væri hún vön að kaupa þær. Ég henti því pokanum frá mér og fór að ráði hennar og keypti mér íslenskar risagulrætur.
Ég beið síðan í röð til að komast á kassann í c.a. 15 mínútur og þá fór ég að hugsa um það hvort það borgi sig að fara í bónus og vera lengur að því heldur en t.d. 10/11 því tími er peningar og kannski ekki hægt að dæma þetta alveg á því hvað kassakvittunin segir.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar