miðvikudagur, júní 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Peaches
Skemmtilega hressilegir tónleikar í gærkvöldi, þar sem að söngkonan kom fram með mjög sérstakri sviðsframkomu og djörfum lögum. Þeir sem stóðu framarlega fengu reglulega á sig vatn úr flösku sem hún skvetti yfir hópinn og einu sinni spýtti hún blóði yfir mannskapinn og lak blóð úr munninum á henni eftir að hún gerði það, hún var að vísu furðu fljót að jafna sig á þessum meiðslum sem hún hafði orðið fyrir í munninum og þurfti hún bara smá vatnssopa til að laga þetta og þá hætti að blæða.
Iggi Pop söng líka með henni í laginu Kick it (held að það heiti það) og gerði hann það með því að vera bara á tjaldi fyrir aftan hana, en hann hélt alveg lagi og þurftu þau ekkert að skammst sín fyrir framistöðuna.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar