þriðjudagur, júní 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Peaches
Búinn að stimpla mig út og er svona á leiðinni heim til að undirbúa mig andlega fyrir Peaches tónleikana í kvöld. Búinn að vera rólegheitardagur og morgundagurinn verður sennilegast enn rólegri, þar sem að allir á 1. hæðinni verða að fara heim klukkan fjögur, þar sem að það á að bóna 1. hæðina.
Nú hef ég bara hlustað á eitt lag með Peaches og hljómar þetta sem hressilegt rokk og passar ábyggilega vel inn á svona lítinn stað eins og Kling og Bang, en þar verða tónleikarnir í kvöld.

Nágranarnir fóru á fyllerí í gærkvöldi. Brutu eitt glas á leiðinni út, en það var bara á stéttinni fyrir framan útidyrahurðina þeirra svo mér er alveg sama. Ég varð ekkert var við þau þegar þau komu heim, ætli þau hafi ekki bara fengið gistingu hjá lögguni þessa nóttina, amk var ekkert parý í gangi í morgunn þegar ég fór í vinnuna. Þetta var reyndar doldið skrítið hvað þau tóku með sér á leiðinni út, en einn úr hópnum var með fullan poka af mjókurfernum, kannski að hann sé bara á ímyndunarfylleríi, en hin voru með einhverjar dularfullar blöndur með sér.

Nú er ég hálfnaður með Da Vinci lykilinn og er þetta hin besta lesning, mæli með þessari bók.
    
Stupid is stupid does!
01:43   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar