Ágætis stuð hjá nágrönnunum í gærkvöldi. Eftir að ég kom af leiknum í gær (FH - ÍBV : 2-1 ) þá var smá partý að byrja og um 10 leitið fór lýðurinn út á djammið.
Svo þegar Eraser var í sjónvarpinu (skjár 1) komu skötuhjúin heim öskrandi full (en það fylgja því yfirleitt nokkur öskur og læti þegar þau eru full) og lokuðu sig inni með látum. Nokkrum mínútum síðar þá var kellingin að rembast við að henda kallinum út, en gekk nú ekkert of vel og reyndu þau að slást eitthvað þarna í dyragættinni en gekk nú frekar illa sökum ölvunar og á endanum lágu þau bæði á gólfinu fyrir framan hurðina (innandyra þó). Þau stóðu nú upp aftur og reyndu að rífast svolítið meir og svo fór að kellingin fór bara út og var komin út á götu þegar hann kom hlaupandi á eftir eins og hann ætti lífið að leysa og náði henni og þau féllust í faðma og voru orðnir bestu vinir og allt var í góðum málum og þau héldu upp á þetta það sem eftir var nætur með einhverjum vini sínum sem var inn í íbúðinni allan þennan tíma, en hefur greinilega ekki nennt að skipta sér af þessu (held meiraðsegja að hann leigi þarna).
Köttur út í mýri settist undir stýri og keyrði á fullum gíri.
|