þriðjudagur, júní 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Skjálftablögg
Það er búin að vera hrina í gangi í minni Eyjafjarðar og er ég nú búinn að fara yfir 143 skjálfta síðustu 2 daga, en það gerir að meðaltali, sem er ágætur slatti. Svo er maður líka á tölvubakvakt og kom upp bilun í nótt og ég var því kominn í vinnuna fyrir 6 í morgunn, en þar sem að það var partý hjá nágrönnunum (að venju) þá sofnaði ég ekkert fyrr en um 2 leitið (var a vísu að lesa Da Vinci lykilinn, svo mér leiddist nú ekkert og sofnaði svo út frá bókinni sennilegast um 2 leitið), en síminn hringdi um 20 mínútur yfir 5 svo ekki var nú svefninn langur.
Nú er ég að verða búinn að pikka skjálfta í allan dag (svipuð hreyfing og að leggja kapal í tölvu í 10 klukkutíma og heilinn verður jafn steiktur fyrir vikið).

Nú ætla ég því bara að drulla mér heim, horfa á Svía og Dani gera 2-2 jafntefli, eða Ítali tapa fyrir Búlgörum og taka því bara rólega í kvöld. Það er vonandi að þessi hrina fari nú að taka enda.
Svo má líka stalka mig í dag, þar sem að það var vitnað í mig í útvarpsfréttum og hjá mogganum.

Mér líður eins og ég sé kominn með svefngalsa (og smá hausverk).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar