fimmtudagur, júní 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Tónleikar
Í gær var góður dagur, fínn dagur í vinnunni, svo eftir vinnu var farið heim til Jóhanns og horft á 2 leiki í einu og nokkrir bjórar drukknir. Nú eins og flestir vita þá eru Germanar úr keppni og vakti það mikla lukku hjá okkur slembibræðrum. Eftir þetta vorum við vígreifir og tilbúnir að fara á tónleika, en ætluðum að hlusta 1-2 lög með Purplinu áður farið yrði. En í þetta sinn hafði Hjölli vit fyrir okkur hinum sem voru búnir með 2-3 bjóra og sagði að við ættum nú að fara að drífa okkur þar sem kl. var að verða 21.00.
Mikið var það rétt hjá stráknum því 4 mínútum eftir að við komum þá byrjaði fyrsta lagið hjá þeim. Eftir það runnu slagararnir í gegn, einn af öðrum og stórskemmtilegir tónleikar. Aldurinn þarna var frá 6 ára og upp 70 ára þ.a. við vorum í góðu meðaltali og leið manni eins og unglingi aftur.

All in all fínn dagur í lífi Árna Hrannars - þó var morgunninn í ryðgaðra lagi, en ég var þó kominn í vinnu um 8.30 og er kátur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar