þriðjudagur, júní 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Pistill frá Sigga
Jæja, Siggi hefur sent frá sér pistil og við skulum bara setja hann inn án ritskoðunar:

Af spjátrungum, góðborgurum og öðrum þjóðfélagsþegnum
Þegar opna skal kaffihús er vert að hafa margt í hug. Svo sem staðsetning, verðlagning, æskilegir gestir, óæskilegir gestir, starfsfólk, aðbúnaður og svona mætti lengi telja. Skipta má kaffihúsum/börum í nokkrar lykilkatagoríur
  1. Settleg kaffihús, þetta eru kaffihús sem keyra á kellingar sem kaupa kaffibolla og gulrótarköku með gervirjóma, en vöruúrval og staðsetning oft á tíðum er þess eðlis að þeir sem eyða peningunum, oft á tíðum óþolandi spjátrungar, sjá sér ekki fært að mæta.
  2. Fínu kaffihúsin fyrir fallega og fræga fólkið. Þarna eru um að ræða stað þar sem fallega og fræga fólkið kemur saman og suðsvartur almúginn getur minglað með ef þeir mæta snemma um helgar, því svona staðir fara í manngreinarálit og hleypa bara sumum inn eftir tólf. Munur á þessum kaffihúsum og þeim settlegu er að staðsetning og vöruúrval nægir til að spjátrungarnir fylgi kellingunum inn og eyðar þar af leiðandi peningum, en um leið og kellingunum finnst þessir staðir orðnir þreyttir þá hætta þær að mæta og spjátrungarnir fatta það c.a. mánuði síðar af því ekkert hefur hlaupið á snærið hjá þeim og hætta er á að staðurinn fari á hausinn í kjölfarið.
  3. Hefðbundnir barir eru trúir málstaðnum og fylgja í raun fáum straumum og stefnum og gefa sig í raun út fyrir fátt annað en að selja brennivín, sumir reyna að ginna fólk til að drekka brennivín hjá sér með því að spila á gítar fyrir gesti eða eitthvað slíkt en sumar hafa ekki einu sinni tónlist, láta bara gestina sjá um að skemmta sér og öðrum. Ekki er hægt að ganga út frá neinu við rekstur svona staða, sumir ganga vel og aðrir illa og erfitt er að sjá hver ástæðan er, eina sem virðist nokkuð ljóst að ef bar er opnaður í húsnæði þá virðist hann komin til að vera hvort sem eigendaskipti eiga sér stað eða nafninu breitt. Þetta bendir til þess að ef vel er á spöðunum haldið þá sér þetta nokkuð öruggt bet að veðja á hefðbundin bar.
  4. Kaffihús og mötuneyti hinna vinnandi manna
    Kaffivagninn, Múlakaffi, Kaffi strætó, Kænan og fleiri staðir flokkast í þessa katagoríu, virðast margir hverjir ganga vel enda erfitt annað þegar kleina kostar á sjöunda hundrað. Hins vegar hefur mér alltaf fundist vanta í þessa katagoríu stað sem inniheldur kojur þannig að menn geti tekið sér smá blund eftir hádegis eða kvöldmat.
Sjálfsagt er hægt að greina þetta enn frekar en ég hef ákveðnar efasemdir um stofnun settlegs kaffihúss vegna þess að spjátrungana vantar en einhver þarf að draga vagninn og borga brúsan, staður fyrir fallega og fína fólkið er áhættusamt en ég held að svarið liggi í nýjungum og að tengja kojur við settlegu kaffihúsin eða eitthvað annað biltingarkennt. Hver er viðbrögð manna við þessum hugmyndum?
    
En ef barinn verður opinn seint um helgar þegar sauðdrukkinn almúginn er að tjútta í bænum verða þá kojurnar ekki misnotaðar og barinn fær á sig vafasamann stimpil?
Ég held að bókakaffihús þar sem smáatriðin eru gerð rétt sé málið. Fórum á þannig stað í Kiev og sá staður var alveg að virka og virtist vera mjög vinsæll.
12:46   Blogger Joi 

Bókakaffi með kojum gæti verið máli, en ég verð reyndar að segja að ég hefði nú oft viljað nýta mér stað með kojum þegar maður hefur ranglað sauðdrukkinn um miðbæjinn
12:49   Anonymous Nafnlaus 

Hefur Pálmi áhuga á því að skoða þessar kaffihúsapælingar með okkur og vera jafnvel með í dæminu ef af verður?
13:59   Blogger Joi 

Enda er ekkert detail tilbúið og við erum að pæla í málunum og Siggi og Ánni eru að meta kostnað í sitthvoru lagi og ég og Hjölli að pæla í hugmyndum sem láta svona dæmi ganga og virka. Þú mátt endilega koma með hugmyndir.
14:48   Blogger Joi 

Þá er biðin á enda. Ágætis úttekt á kaffihúsauppátækjapælingum.
Þar sem að þetta á að vera kaffihús (en ekki pöbb), en sem uppfyllir þær kröfur sem passar við okkar áhugamál, endar þetta þá ekki bara með því að þetta verður staður fyrir óvirka alka, sem vilja horfa á fótbolta án þess að falla (það er kannski ekki svo galin hugmynd, er til nokkur svoleiðis staður). Þá er möguleiki á að Hemmi Gunn líti við.
17:58   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar