Enski boltinn á Skjá einum
Jæja Pálmi, þú hefðir átt að fullyrða meira um að maður þyrfti að borga fyrir enska boltann á Skjá einum næsta vetur áður en það var búið að gefa nokkuð út um málið. Skjár 1 ætlar að sýna 6 leiki á viku í opinni dagskrá og það verða jafnvel enskir þulir á þeim leikjum sem eru ekki stórleikir. Þetta hljómar bara nokkuð vel að mínu mati! :)
|
Hefur þú enga trú á því að þetta verði í meira en hálft season? Þeir segja sjálfir að þetta fyrirkomulag verði allt næsta season og síðan ætla þeir að meta stöðuna, þ.e. hvort þeir halda óbreyttu fyrirkomulagi eða geri breytingar (3 ára samningur sem þeir eru með). Ég legg til að þú farir að éta hattinn þinn Pálmi minn!
13:06 Joi
Vorum við búnir að gera ráð fyrir að þetta yrði ókeypis næsta vetur í síðustu umræðum? Hmmm ... þá hef ég ekki verið með í því því ég man bara eftir að þú fullyrtir að maður þyrfti að borga fyrir þetta og ég bað þig um að vera ekki að aðhæfa um hlutina fyrr en þeir væru búnir að tilkynna hvernig þetta yrði og hananú!
17:31 Joi
|
|