Pistill
Mæli með að menn lesi þennan pistil frá Davíð Þór ... mikið er ég sammála honum: Pistill
|
Margt til í þessu hjá stráknum...
Ég horfi nú ekki oft á spaugstofuna en var í bústað um helgina þar sem bara RÚV var og þá sá ég einn "sketch" sem mér fannst ansi fyndinn, en það var Silfur Egils grín þar sem nokkrir "stjórnmálamenn" tókust á og voru að kvarta yfir þessu prókjöri og að þeir væru ósáttir og bla bla bla - en aðal ástæðan var sú að þeim gekk illa og því vældu þeir og mér fannst þetta bara mjög fyndið og endurspegla suma af þessum stjórnmálamönnum sem þusa út í eitt í stöðluðum röflþáttum
09:49 Árni Hr.
Varðandi Árna Johnsen þá er ég alveg sammála því að það er skrýtið að maður hafi ekki val á að sniðganga manninn - en svo má ekki gleyma því að hann er búinn að taka út sína refsingu og held ég að hann sé nú ekki mikið rotnari en margur annar þarna í þessum geira - maður man nú eftir nokkrum atvikum - en stundum er þetta nú líka spurning um að fyrirgefa. Þó tek ég fram að mikilvægt er fyrir hinn almenna kjósenda að geta sniðgengið hann, t.d. með því að þegar kosið er þá er hægt að krossa út einstaklinga osfrv...
09:52 Árni Hr.
Jújú, Árni er búinn að taka út sína refsingu það er alveg rétt. Hann hefur hinsvegar sýnt það að hann iðrast ekki mikið þessi afbrot og brotin í eðli sínu eru þannig að maður sem fremur þau virðist ekki hafa mikla virðingu fyrir lögum. Er slíkum manni treystandi á þing og á hann erindi þangað því sú stofnun á jú að setja fram lög? Hann á mjög marga vini og kunningja og er vinsæll í heimabæ sínum og í gegnum prófkjör er hann nú öruggur á þing - það að strika út hefur aldrei gerst og ég geri ekki ráð fyrir að þessi 50-60% sem þarf náist því þetta er eitthvað svo óljós aðferð.
09:59 Joi
Er rétt að láta dæmdan barnaníðing fara að vinna aftur á barnaheimili því hann er búinn að taka út sína refsingu (þó ég sé ekki að líkja þessum brotum saman á neinn hátt)?
10:01 Joi
Já að strika út er ekki rétt aðferð og verður sennilega lítið nýtt, eins og Davíð segir þá væri eðlilegast að hinn almenni kjósandi geti nú bara krossað við þann aðila sem hann vill fá inn. En er ÁJ nokkuð verri en margur annar, við erum með menn sem keyra fullir, sem smygla og hvað veit ég....
10:02 Árni Hr.
Það er nú skrítið að réttlæta einhvern mann því það séu margir verri - það eru alltaf til verri menn en allir aðrir (mínus einn) og það réttlætir ekki neitt.
10:03 Joi
OK - þetta síðasta komment frá Jóa var nú eiginlega út í Hróa :) Ekki alveg sambærilegt, en eins og ég sagði þá finnst mér í lagi að menn misstígi sig og EF þeir sýna iðrun þá getur almenningur ráðið því hvort þeir vilji taka hann/hana í sátt. Barnaníðsla er ekki að misstíga sig - þetta er nú viss veiki eða veila sem erfitt er að halda niðrir og því ekki hægt að flokka undir misstíg... Sumir barnaníðingar hafa látið gelda sig til að reyna að halda aftur af hvötum sínum, spurning um að ÁJ láti sníða aðra hendina af sér "Arabíustæll"..
10:05 Árni Hr.
Já, það er rétt að það er ekki hægt að líkja þessum brotum saman - ég var bara að benda á að ef menn komast í aðstöðu þar sem þeir geta (og munu) brjóta af sér - hvort það sé sniðugt að skella þeim aftur í sömu stöðu þegar þeir hafa setið af sér dóm? Ef tollgæslumaður er uppvís af miklu smygli og er dæmdur og settur í fangelsi væri þá sniðugt hjá tollinum að ráða hann aftur um leið og hann labbar úr fangelsi?
10:12 Joi
En ég skil bara ekkert í Sjálfstæðisflokknum að láta þetta gerast, ef þeir hefðu eitthvað pælt í afleiðingunum af því að Árni færi í framboð þá hefðu þeir ekki gert þessi mistök.
Nú fer allt of mikill tími hjá þeim að leiðrétta allt sem Árni segir í stað þess að geta rætt um málefninn sem flokkurinn stendur fyrir. Og það var alveg fyrirsjáanlegt að það myndi gerast, held bara að það hafi enginn trúað því að Árni kæmist svona hátt á listann eins og raunin varð.
10:31 Hjörleifur
Pálmi það er mannlegt að fyrirgefa...
11:08 Árni Hr.
Gott komment af síðunni hans Davíðs Þórs (skrifað af Tinnu): Lýðræðið er óvirkt þessa stundina vegna tæknilegra mistaka. Vinsamlega reynið aftur síðar.
14:50 Hjörleifur
5814 kusu í Suðurkjördæmi, og þarf af kusu 2302 Árna í 1. til 2. sætið. Þá hafa hinir líklega passað sig að kjósa hann ekki. Það er gaman að setja þessar tölur í samhengi við kosningu Lúðvíks Bergvinssonar. 5149 kusu í prófkjöri Samfylkingarinnar og fékk Lúðvík einungis 1523 í 1.-2. sætið. Þannig að Árni er að fá "sterkari" kosningu.
Sennilega er hægt að túlka þetta að almenningur hefur fyrirgefið honum :)
15:45 Árni Hr.
|
|