sunnudagur, nóvember 19, 2006
|
Skrifa ummæli
Næstum
Það var næstum því skemmtileg tilviljun að daginn sem "við" byrjuðum að blogga aftur átti bloggið 4ra ára (+ einn dag) afmæli - ég vissi reyndar ekkert af því fyrr en ég tók eftir því rétt áðan.

Við Sonja fórum á Sufjan Stevens tónleikana í Fríkirkjunni í gær og verð ég að segja að þeir voru frábærir, mun betri en ég bjóst við. Hann var með 9 manna hljómsveit með sér og hluti af þeim voru með blásturshljóðfæri og kom það ótrúlega vel út.

Svalirnar hjá okkur voru á kafi í snjó eins og annað þegar við vöknuðum í morgun og Púki litli hafði mjög gaman af því að fara út í snjóinn og leika sér - fyrsta skiptið sem hann sér snjó. Hann bjó sér til brautir með því að labba með hausinn á undan og ýta snjónum í burtu og eins fannst honum gaman að hlaupa fram og til baka og skransa. Púki er ágætur fyrir utan það að hann vill ekki láta halda á sér, ekki koma til manns og lætur eins og maður sé ekki til.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar