Hef verið að sinna enskum gestum frá Miðvikudagskvöldi og þar til að þau fóru heim til sín aftur í gær. Þurfti að hafa töluvert fyrir þeim, en þau virtust ekki hafa mikinn áhuga á neinu af því sem í boði var og því var þetta töluvert snúið mál og mikið af kvörtunum yfir kulda (en þau eru jú að koma til Íslands og því allra veðra von). Þau byrjuðu á því að fara "gullna hringinn", þ.e. Gullfoss, Geysir og Þingvellir og var um 10 stiga frost eða meira þarna uppfrá og vindur.
Eftir þá ferð var alveg útilokað að fá þau til að gera nokkuð meira sem snéri að því að standa úti í meira en 10 mínútur, en ég hafði ætlað að fara með þeim í jeppaferð upp á hálendið, en það hljómaði bara eins og meiri kuldi og því ekki áhugi fyrir því. Það tókst þó á endanum að redda útsýnisflugi á Laugardeginum og var það nú bara algjör grís að það tókst. En þau hefðu ekki getað fengið betra veður en einmitt þann daginn.
Á Föstudeginum fóru þau í Bláa lónið og var ekki mikil hrifning yfir því, enda skítakuldi, en um kvöldið fórum við á veitingastaðinn "Við Tjörnina" og voru þau mjög ánægð með þann stað (þar hitti ég Halldór Gylfason leikara, en hann var á næsta borði með konunni sinni, einnig mætti ég "Silvíu Nótt" og var hún að klæða sig í kápuna sína).
Í gær stóð til að skreppa í Þjóðminjasafnið á leiðinni út á flugvöll, en sökum skyndilegrar ófærðar var ákveðið að drekka bara te heima og var svo tekinn leigubíll út á BSÍ og upp í rútu og svo flogið heim (þurftum m.a. að ýta leigubílnum því bílstjóranum tókst með einstakri lagni að festa bílinn á bílastæðinu)
Þetta hljómar því eins og að þetta hafi verið leiðinlegasta ferð sem þau hafa farið í, amk var það mín tilfinning, enda minntust þau ekki á neitt jákvætt í ferðinni, en fullt af leiðinlegum hlutum sem þau gerðu.
Í dag:Ákvað að daga daginn í dag bara rólega og svaf út og skellti svo naggladekkjunum undir hjólið áðan (er ekkert að fara að hreyfa bílinn í dag, þar sem að hann er bara undir snjóskafli og bara á gömlum heilsársdekkjum) lenti að vísu í smá veseni þegar ég var að skipta um dekk því eftir að ég var búinn að setja naggladekkin á og var að pumpa í dekkið þá heirði ég að það lak, svo ég tók það aftur af og setti bót á gatið og tékkaði á hvort að ekki væri allt í lagi og setti það svo aftur á, en þá heyrði ég aftur að það lak svo ég þurfti að bæta það aftur, en nú er þetta komið og ég til í slaginn við snjóinn.
Og nú ætla ég semsagt að fara að drífa mig út að hjóla.