Kæra dagbók ...
Ég var að skoða fyrstu póstana okkar og menn virðast líta á þetta sem dagbók þar sem þeir skrifa inn hvað þeir gerðu um helgina eða síðustu daga eða eitthvað slíkt. Þurfum við ekki að vera duglegri að ræða málefni sem eru ofarlega á baugi, þjóðfélagsmál, pælingar og slíkt? Þetta er alltof bragðlaust eitthvað finnst mér (ég er ekki að segja að ég sé eitthvað betri)!
|
Ég skal alveg taka undir það að við megum brydda upp á fleirum málefnum - þó finnst mér dagbókin fín líka þar sem mér finnst amk gaman að geta fylgst smá með gangi mála. En við verðum bara að kasta fram umræðum - ekki vantar nöldurseggina hér...
11:29 Árni Hr.
Ég var ekki að meina að við ættum ekki að skrifa hvað við erum að gera heldur hafa gott bland í þessu, þ.e. að vera líka með einhverjar skemmtilegar umræður (eins og þessi er kannski að verða).
11:31 Joi
Mér finnst að menn eigi bara að skrifa það sem þeir vilja skrifa, hvort heldur sem það er um hvað þeir voru eða eru að gera, eða ef það er eitthvað sem þeir vilja ræða í heimsmálunum þá byrja menn bara slíka umræðu og er það alveg sjálfsagt. Hér hefur t.d. oft verið rædd fótboltamál (með misjöfnum undirtektum). En við getum alveg tekið upp einhver ákveðin mál og rætt þau.
Hvað segja menn t.d. um hroðalega útreið enska krittet liðsins í Ástralíu nú um helgina? Þeir þurfa svo sannarlega að taka sig á ef þeir ætla að halda öskunni í Englandi.
11:35 Hjörleifur
Podköst held ég að væri ekkert voðalega sniðug hérna en það mætti prófa.
Siggi er búinn að lofa mér pistli lengi en svíkur mig alltaf en hann hlýtur að fara að detta inn. Ég ætla líka að taka viðtal við hann en það hefur verið reglulegur hluti blöggsins, sbr þetta:
http://slembibullid.blogspot.com/2002/12/sigurur-vinnuflagi-ja-og-plma-mtti-me.html
11:38 Joi
Svar við punkti Hjölla: Allir almennilegir fjölmiðlar hafa ritstjórn sem ákveður línurnar með efnistök og held ég að það sé nauðsynlegt hérna til að hlutirnir fari ekki í sama form og núna síðsumars.
11:45 Joi
Til að allt fari nú ekki úr böndunum en samt að vera með ákveðna stefnu, hvernig væri þá að við tækjum upp einhverskonar þemavikur (en þó er alveg sjálfsagt að ræða aðra punkta). Við myndum skiptast á að ákveða þema svo að allir geti fengið smá útrás á því sem þeir hafa áhuga á. Aðrir bullarar verða svo að kynna sér málefnið og henda inn blöggi um það.
Æskilegt væri að menn væru doldið hugmyndaríkir í þemavali. Að sjálfsögðu verður ekki hægt að finna alltaf upp þema sem henta öllum, en það verður bara að hafa það, það fá allir sitt að lokum.
Eða er þessi hugmynd bara flúbb.
12:56 Hjörleifur
Þessi hugmynd er bara flúbb Hjörleifur - þú skrifar bara um það sem þú hefur áhuga og ef þú nærð að kveikja í okkur þá myndast umræða annars ekki. Þemavikur er allt of erfit - simple is beautiful strákar og hananú...
Nú erum við orðnir svo gamlir að við hljótum að geta rifist um Silfur Egils, Spaugstofuna, Kárahnjúka eða bara fótboltann...
13:04 Árni Hr.
Þetta eru allt mjög góð þemu sem þú telur upp Árni :)
16:13 Hjörleifur
Enda smellir þú bara inn umræðu þegar þú ert good n´ready...
08:25 Árni Hr.
|
|