Fór til tannlæknis í gær og gekk það bara ágætlega og verðlaunaði ég sjálfan mig á eftir með því að rölta í Útilíf og keypti mér North Face regnbuxur sem anda og rosalega góða sokka. Um kvöldið fór ég svo í sokkana og buxurnar og hjólaði á Victor þar sem ég hitti Jói og Árni kom svo síðar (en hann var í matarboði á Selfossi) og horfðum við á Celtic vinna ManU 1-0. Fékk ég mér heila 4 bjóra þarna á staðnum og voru þeir bara alveg ágætir. Á eftir er ég svo að fara að hjálpa Árna að setja saman Ikea vörur og svo á að skella sér í fótboltann á eftir, eftir 3 vikna fjarveru vegna leiðinda snúnings sem ég tók á hægri löppinni. Ég finn þó aðeins fyrir þessu ennþá, en úr því að ég gat ýtt bíl á sunnudaginn þá hlýt ég að geta spilað smá fótbolta.
|