mánudagur, nóvember 20, 2006
|
Skrifa ummæli
Nýtt líf
Já það má segja að nýr kafli í mínu lífi sé hafin - ég er orðinn ráðsettur faðir og líkar bara nokkuð vel.
Ég hef staðið í ströngu síðan ég kom úr fríi frá Lanzarote, hef verið að breyta íbúðinni minni ansi mikið og hlakka ég mikið til að sýna mönnum þessa flottu íbúð. Við erum búin að mála íbúðina alla nánast, gluggar pússaðir, grunnaðir og málaðir ásamt svalahurðinni. Lærði að nota tréfylliefni, sparsla í gríð og erg, mála hitt og þetta osfrv.
Einnig er ég búinn að hrauna nokkra veggi í íbúðinni, láta lagfæra allt rafmagn í henni með góðri hjálp félaga míns. Búinn að setja upp ljós í íbúðina, nýjan fataskáp (afsagaðan).
Já ekki laust við að eitt og annað hefur verið gert, hef lært ansi mikið á þessum tíma en verð nú samt nokkuð sáttur við þegar þetta verður allt búið.
Hef einnig uppfært eitthvað af húsgögnum (hef hent um 10 bílum af "drasli"). Já mér líður í raun eins og ég sé fluttur...

Skellti mér að hitta frænkur og frændur á laugardagskvöldið, ákvað að keyra þar sem ég þurfti að vakna snemma daginn eftir - djö.... var ég feginn þegar ég las að fólk var fast niður í bæ blind blekað að leita eftir leigubílum sem voru jafnlíklegir og snjóbolti í helvíti.
Ég vaknaði svo um 8 á sunnudegi og skóf 0,5 meter af snjó af jeppanum mínum og dúndraði í snjóinn á öllum 4 - já ekki var það vandamálið við Tucsoninn minn, held meira að segja að ég hafi rúllað yfir nokkra Poloa og charadea.... :)

Svo þarf nú PP og HS að senda eitt blogg inn svona til að sýna smá lit...
    
Svona til að útskýra þetta aðeins nánar núna - þá er strákurinn 2 ára í janúar :) Nánari útskýring fylgir seinna...
12:05   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar