... gafst upp í gær - vonandi verður hægt að gera við hana annars verð ég að fara að snúa mér að öðrum áhugamálum.
Annars hefur mikið verið að gerast hjá mér í ljósmyndamálum á þessu ári og ég verið með ólíkindum heppinn - þetta er það helsta:
1. Tók að mér verkefni fyrir sænskt tímarit og voru 4 myndir eftir mig gefnar út í því blaði (400.000 eintök prentuð af þessu blaði).
2. Vann 3ju verðlaun í ljósmyndakeppni hjá Photo Talk Radio sem er bandarísk útvarpsstöð. Þeir tóku síðan viðtal við mig í gegnum síma um daginn og er hægt að hlusta á það á netinu.
3. Mynd eftir mig (Múnkurinn) útnefnd sem besta mynd síðasta árs á photoblog-síðum.
4. Tók þátt í Adobe Lightroom Adventure hérna á Íslandi - Eyddi viku með heimsþekktum ljósmyndurum og kynntist nokkrum af þeim ansi vel. Mun í framhaldi eiga einhverjar myndir í bók sem verður gefin út um Lightroom og þessa ferð á næsta ári.
5. Myndir eftir mig voru notaðar í fyrirlestri á Photo Kina sem er stærsta ljósmyndasýning í heiminum.
6. Adobe valdi gallerý frá mér til að nota í glærusýningu á risastórum bás þeirra í PPE ráðstefnunni í NY núna fyrir nokkrum vikum síðan. Eins tóku þeir viðtal við mig sem verður væntanlega sýnt einhverntíman. Skemmtilegt í því að ég þurfti að pósa með myndavélina og taka myndir á meðan þeir létu videovélina svífa í kringum mig.
7. Ég mun eiga 30 myndir á sýningu í Barcelona sem hefst í desember. Þetta er sýning sem margir koma að og myndunum verður roterað á veggjunum. Þeir fóru í gegnum allt http://blog.gudbjargarson.net og völdu þar 30 myndir sem verða til sýnis hjá þeim.
8. Mun eiga 3 myndir á sýningu í San Fransisco í desember um Adobe Lightroom Icelandic Adventure.
9. Seldi mína fyrstu mynd á NordicPhotos.
10. World Watch organization notaði mynd eftir mig í grein um virkjanamál á Íslandi.
11. Er að vinna að stóru verkefni með mörgum stórum nöfnum en ég ætla ekki að tala um það strax, a.m.k. ekki hérna.
Jæja, þá ættu menn að vita hvað ég hef verið að brasa í ljósmyndun á þessu ári - vonandi verð ég jafn heppin á næsta ári en það eru kannski ekki miklar líkur á því. Við Sonja erum að spá í að fara til Indlands og vera þar í svona 2-3 mánuði en það er allt á hugmyndastigi ennþá.
John Isaac var að bjóða okkur að vera með honum í Kashmir í svona viku og taka myndir með honum. Hann er að vinna að stóru verkefni fyrir Indversku ríkisstjórnina og það gæti verið gaman að fara með honum þarna en hann er Indverji þó hann hafi búið í Bandaríkjunum síðustu c.a. 30 árin.