Tækniflúbb 
 http://slembibullid.blogspot.com/atom.xml Þetta er slóðin á rss feed fyrir bloggið okkar .... og hvað gerir það?  Þetta er tækni sem gefur manni kost á að gerast áskrifandi að ýmsum upplýsingamiðlum á netinu (eins og Slembibullinu).  Þetta virkar þannig að maður gerist áskrifandi af sínum uppáhalds síðum og fer síðan öðru hvoru á einn stað til að sjá allt það nýjasta sem hefur komið á þeim síðum sem maður er áskrifandi af (t.d. nýjar færslur á Slembibullinu).  Flestar síður bjóða upp á þetta í dag og þetta er MJÖG þægilegt og sniðugt.  Þeir sem vilja prófa þetta ættu t.d. að prófa að nota Google news readerinn sem er staddur á:    http://google.com/reader og gerast áskrifandi á Slembibullinu með slóðanum í byrjuninni á þessu bloggi - hann er mjög þægilegur og síðan hefur maður bara bookmark á þá síðu til að fá upp allt sem hefur bæst við.  
	 |