Yo 
Menn eru eitthvað hægir að taka við sér hérna á blogginu - til þess að þetta virki og menn hafi tíma í bloggið verða menn náttúrlega að snúa við lífi sínu og leggja niður öll áhugamál og helst að skilja því þetta tekur það langan tíma að henda inn einu bloggi á dag - eða tekur þetta kannski ekki svo langan tíma? Ég skrapp eftir hádegi í dag og tók hópmyndir af starfsfólkinu þar sem Sonja er að vinna - um 20 manns og frekar erfitt verð ég að segja að skipuleggja svona fjöldamyndatöku.  Sjáum hvað kemur út úr þessu. Þegar ég fór síðan út í bíl þá var sprungið að aftan og ekkert grín að skipta um dekk með berar hendur í roki og -8C hita.  Eftir vinnu þarf ég síðan að ná í dekkið í viðgerð, kaupa málningu, kaupa ljósmyndabakgrunn, skipta um dekkið ná í ljósmyndabúxið og Sonju í vinnuna til hennar og elda. Á morgun þarf ég að vinna smávegis, fara á fund, taka myndir af barninu hans Árna (kannski verður það reyndar á Sunnudaginn) og síðan tónleikar með Sufjan Stevens um kvöldið.  Ég ætla að fá mér bjór eftir tónleikana á Kaffibrennslunni eða einhverri annarri búllu fyrir þá sem vilja koma og hitta Eldklerkinn. Í morgun vöknuðum við í fyrsta skipti við nýju vekjaraklukkuna okkar sem vekur okkur um með stigmagnandi ljósi og á það að hafa góð áhrif á mann því þetta er eins og sólarupprás.  Já, ekki er öll vitleysan eins.  
|      | 
   
     
   
      
       
         Rétt 
      
         16:56   Joi   
      
   
      
       
         Ja, getur maður verið viss um eitthvað?
  Ef maður nær að vakna þægilega og þjóta út í náttmyrkrið er nú hálfur sigur. 
      
         16:59   Joi   
      
   
      
       
         Já nú þarf maður að fara að byrja að blogga aftur - nóg er að segja þannig að ekki getur maður skýlt sér á bak við fréttaleysi.... 
      
         17:10   Árni Hr.   
      
   
    |   
	 |