mánudagur, nóvember 27, 2006
|
Skrifa ummæli
Helgin
Já mín helgi var nú líka frekar róleg, á föstudaginn skellti ég mér út úr bænum og í í bústað við Skorradalsvatn. Var þetta fjölskylduferð í hæsta gæðaflokki. Fjölskylda EL var þarna öll í tveimur bústöðum og var þetta ansi gaman. Ég tók mótorhjólið mitt með og hafði ég ekki stigið á það síðan í sumar, en sumt gleymist ekki og var mjög gaman að taka í það, bæði laugardag og sunnudag. Einnig var heitur pottur og fullt gott að borða.
Maður systir EL er nefnilega með mótorhjóladellu og auk þess að hann eigi 450 CC Kawasaki hjól, þá er hann búinn að kaupa lítið tvíhjól handa yngstu dóttur sinni, lítið fjórhjól handa eldri dóttur sinni og svo á elsti sonurinn 85 CC yamaha hjól þannig að það má segja að mikið mótorhjólaæði hafi verið þarna uppfrá - og já eitt stór fjórhjól var á svæðinu líka til að spóla á vatninu (klakanum).

Annars er ég á leið út í næstu viku - þ.e. á sunnudaginn og verð í 2 vikur í köben, svíþjóð og jótlandi - nóg að gerast.

Já ég held að þetta summeri upp helgina - fyrir utan að tottenham vann líka - sem er gott....
    
Já þetta er nú sennilega búið hjá þeim í ár - vona að utd nái titlinum og arsenal verður að sjálfsjögðu evrópumeistarar - champions league, Tottenham verða deildarbikarmeistarar og UEFA meistarar og svo nær Arsenal líka bikarnum - the FA
Þannig að þið getið hætt að horfa á boltann - þetta er allt komið
10:27   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar