Tónleikar
Incubus og Toto - hvað er í gangi með tónleikahald hér á landi - er allt almennilegt búið.... Ég borga ekki inn á þessar grúppur, that is for sure. Af hverju get þeir ekki flutt inn Ministry eða KMFDM eða Scissor Sister - allt betra en hitt dótið. Tvennir flopptónleikar. Eruð þið ekki með hugmyndir af betri tónleikum strákar - kannski lesa réttu mennirnir bloggið og þá getum við stuðlað að betri hljómsveitum...
|
Hverjir eru þeir? Er þetta ekki bara spurning um business - ég myndi halda að það væri dauðadómur að flytja KMFDM inn og láta þá spila í höllinni - þú og einhverjir 2-3 aðrir nördar eru sennilega einu mennirnir á landinu sem vita hvaða hljómsveit þetta er. Ég held að Incubus sé nokkuð heit hjá yngra fólki og ætti alveg að geta fyllt höllina. Hinsvegar veit ég ekki hvernig þeir ætla að fylla höllina með Toto - en þeir sem eru að flytja þetta inn virðsta hafa trú á þessu og ekkert nema gott um það að segja. Verður þú ekki bara að fara að flytja inn bönd - það gæti verið góður business?
14:17 Joi
Mig rámaði í nafnið Incubus, og eftir nokkur heilabrot rifjaðist upp fyrir mér að við sáum þá á Reading 1997 (man eftir renglulegum söngvaranum) fyrir næstum 10 árum....
Ef ég man rétt var Árni með mér á þessum tónleikum, man ekki hvort Jói var þar líka (eða hvort hann var enn í uppnámi efter Boo Radleys í næsta tjaldi :)
Hérna er síðan myndbrot af tónleikunum (!): http://www.youtube.com/watch?v=wJPDlYzv_s8
15:49
Púnkturinn minn var reyndar einmitt þessi - Incubus og Toto er ekki mjög stórt í dag og held ég að þessar hljómsveitir munu eiga mjög erfitt með að fylla höllina, svipað og KMFDM sem er náttúrulega bara eitt hið besta í bransanum í dag. Jú ég þarf eitthvað að fara að skoða þessi mál nánar, spurning að setja sér takmark fyrir 2007 að kynna sér þetta - ekki hærra takmark sett í bili, Marilyn Manson myndi fylla höllina til að mynda, annars myndi ég reyna að stíla á NASA stærðina og reyna að hafa bannað að reykja ha ha..
09:34 Árni Hr.
|
|