þriðjudagur, júní 24, 2003 Joi |
09:43
|
Skemmtileg frétt:
Úr mbl.is:
Chris Martin, söngvari Coldplay, hefur samið lag um ástkonu sína, Gwyneth Paltrow.
Söngvaranum varð það að orði á tónleikum, sem sveitin hélt í Denver fyrir skömmu, að lagið "Móses" væri um fegurðardísina frá Hollywood. Lagið er um þessar mundir í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum og að hans sögn það skemmtilegasta sem hann spilar á tónleikum.
Eftirfarandi textabrot kemur fram í laginu: "Eins og Móses hefur vald yfir hafinu/hefur þú vald yfir mér."
Gwyneth gaf nýlega frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún ætlaði að halda með hljómsveitinni í tónleikaferð. Yfirlýsing þessi virðist hafa komið öðrum meðlimum hljómsveitarinnar þeim, Johnny Buckland, Will Champion og Guy Berryman, í opna skjöldu. Þeir félagar eru smeykir um að Gwyneth muni hindra þá í að njóta lífsins til fullnustu í tónleikaferðinni. Af ofangreindu textabroti er það þó að merkja að Yoko ehh... Gwyneth muni fá sitt fram.
|