þriðjudagur, júní 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Skemmtileg frétt:

Úr mbl.is:
Chris Martin, söngvari Coldplay, hefur samið lag um ástkonu sína, Gwyneth Paltrow.
Söngvaranum varð það að orði á tónleikum, sem sveitin hélt í Denver fyrir skömmu, að lagið "Móses" væri um fegurðardísina frá Hollywood. Lagið er um þessar mundir í miklu uppáhaldi hjá söngvaranum og að hans sögn það skemmtilegasta sem hann spilar á tónleikum.

Eftirfarandi textabrot kemur fram í laginu: "Eins og Móses hefur vald yfir hafinu/hefur þú vald yfir mér."

Gwyneth gaf nýlega frá sér yfirlýsingu þess efnis að hún ætlaði að halda með hljómsveitinni í tónleikaferð. Yfirlýsing þessi virðist hafa komið öðrum meðlimum hljómsveitarinnar þeim, Johnny Buckland, Will Champion og Guy Berryman, í opna skjöldu. Þeir félagar eru smeykir um að Gwyneth muni hindra þá í að njóta lífsins til fullnustu í tónleikaferðinni. Af ofangreindu textabroti er það þó að merkja að Yoko ehh... Gwyneth muni fá sitt fram.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar