föstudagur, júní 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Nýr dagur, nýtt líf.

Fékk bílinn minn aftur í gær, nú vona ég að útgjöld vegna bíls séu búin, undanfarið hefur verið ýmislegt í gangi:
Dekkjaskipting og kaup á nýjum dekkjum - 15.000 kr (enn vantar að kaupa 2 vetrardekk)
Aðalskoðun - 4500 kr ef ég man rétt
Smurning - 6500 kr.
Pústskipti - 20 þús
Viðgerð á bremsum og almenn yfirferð - 11.000 kr.
Samanlagt á síðust 3 mán: um 60 þús í viðgerðir og yfirferði. Ekki tekið inn í bensín og tryggingar.

Já það er dýrt að eiga bíl í dag - en nú vona ég að þetta sé nokkurn veginn búið fyrir árið, þó benti viðgerðargaurinn mér á að hosur að framan við dekkinn væru farni að morkna og gætu hrunið hvenær sem er, þ.e. líklegt er að þarna bætist 10-20 þús áður en sumarinu líkur..

Annars er ég að velta fyrir mér að skella mér stuttan túr til DK á Roskilde Festivalen með litla bró, ekki er ég enn búinn að taka endanlega ákvörðun en ef ég kaupi ekki í dag þá fer ég ekki þ.a. þetta er nú loks að klárast.

Fór á netið og get fengið far á 20 þús með icelandair og + miði á 12 þús gerir 32 þús.
Pakkaferð með urval útsýn er með svona pakka á 49 þús - hmmm spurning hvort maður tekur :)

Annars er ég að hlusta á diskinn úr Matrix Reloaded, ekki eins góður og diskurinn úr Matrix, en þó er hann ágætur, á svipuðum nótum. Þessi er reyndar tvöfaldur þar sem annar er svona meira score, en þar fer Juno Reactor í fremsta flokki, þekktur fyrir að að búa til tónlistina fyrir Traci Lords.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar