Nú er eitthvað að fara að gerast í köfunarmálunum, en nú er ég semsagt búinn að lesa blessaða bókina og gera þau verkefni sem ég átti að gera. Á morgunn hitti ég svo kennarann, þar sem að hann tékkar aðeins á því hvað maður hefur verið að gera og eitthvað fleira sem kemur bara í ljós á morgunn.
Annars ætla ég að fara heim núna að tjalda tjaldinu mínu svona til að kanna ástandið áður en haldið verður á Bíldudalsgrænar baunir og svaðilför um Vestfirði í framhaldinu.
|