Ekki hægt að segja að þetta hafi verið viðburðarík helgi.
Í gær vaknaði ég reyndar snemma fór á fætur og hjólaði í Sporthúsið í Kópavoginum, staldraði þar stutt við og hélt heim á leið.
Ákvað þá að koma við í vinnunni og var þar í 1,5 klst, hjólaði þaðan niður á Súffa, fékk mér bolla og hlustaði á nýja White Stripes diskinn sem er snilld.
Hjólaði þaðan heim, fór í sturtu og kom mér niður í bæ til að skoða listaverkin og mannfjöldann.
Á leiðinni heim kom ég við í fyrirtækjasýningunni í Kapla, ég var nú ekki mjög impressed verð ég að segja, frekar fá fyrirtæki og mismikið lagt í þetta.
En þó fékk ég nokkra bita og sopa hér og þar, auk bókamerkis.
Laugardagur var eiginlega bara eyða - ég man varla eftir því hvað ég var að gera...
|