Jæja, vist allir eru að skrifa um helgina get ég nú ekki verið minni maður.
Á föstudaginn hætti ég aðeins fyrr í vinnunni og heimsótti Sonju upp á spítala og gaf henni 25 ára afmælisgjöf, og var þar fram til kl. 9 þegar hún fór að sofa. Ég mætti síðan aftur upp á spítala á laugardeginum um hádegi og var þar fram til kl. 1 um nóttina. Við Sonja horfum á 3 myndir á þessum tíma (Romy and Michelle (DVD), Training Day (TV) og hálfa Proof of Life (TV)). Um miðjan daginn skrapp ég aðeins í kringluna og hitti mömmu þar og Ingu Lilju, sem ég var í sveit hjá. Mamma Sonju var líka hjá henni um daginn.
Á sunnudaginn skrapp ég í bæinn með Hjöllanum mínum og við skoðuðum ljósmyndasýninguna sem ég mæli með að menn geri. Við væfluðumst eitthvað í bænum fram eftir degi og skoðuðum hitt og þetta, t.d. Kolaportið. Við fórum síðan á Lækjarbrekku og fengum okkur kaffi og Hjöllið fékk sér þessa fínu eplaköku. Að lokum kíktum við í Japis þar sem ég keypti mér tvo DVD diska, en það voru fyrsta serían af Young Ones (sú seinni var ekki til) og Mars Attacks! Ég skellti mér síðan upp á Kjalarnes og fékk þar þennan fína grillmat hjá fjölskyldu Sonju og við sátum úti í sólinni þar til hún rann til viðar og þá var farið inn og horft á Cold Fever.
|