Ég og Hjölli að komast í kast við lögin:
Óskað var eftir sjúkrabíl vegna manns sem lægi í hnipri á íþróttavelli í austurborg Reykjavíkur. Þegar að var gáð reyndist þetta vera maður að taka myndir af skordýrum og var hann hinn hressasti, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. (Ég)
Seinna sama dag var tilkynnt um mann sem sæti hreyfingarlaus með opin augu og opinn munn inni í bifreið við Hafravatnsafleggjara. Maðurinn reyndist vera sofandi og var í lagi með hann. (Hjölli)
|