Hmmm ... skrítið. Ég hringdi á bæjarskrifstofur Hafnarfjarðar fyrir hádegi og ætlaði að tala við ákveðinn starfsmann þar, en mér var tjáð að hún væri úti að dansa og ég myndi líklegast ná í hana eftir 30 mínútur.
Dagskrá Bjartra daga hefst í dag á því að “Hafnarfjörður dansar” kl. 11.30. Dansstöðvar verða á eftirtöldum stöðum: á Thorsplani, við Fjarðarkaup, við Áslandsskóla, við Engidalsskóla, við Hvaleyrarskóla, við Setbergsskóla, við Víðistaðaskóla, við Öldutúnsskóla, við gamla Lækjarskóla og eins og pláss leyfir við leiksskólalóðirnar.
|