mánudagur, júní 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er Árni þreyttur - svona var þá helgin:

Föstudagur:
Vinna
Fór svo og keyrði EE á fund klukkan 20 og fór að æfa og hvíldi mig aðeins í pottinum og gufunni - mjög gott það þar sem ég var með rosalegustu harðsperrur seinni tíma.
kl. 21 keyrði ég af stað í Rvk og hafði ákveðið að dunda mér eitthvað einn þar sem enginn nennti að gera neitt, en það breyttist þegar Jói hringdi og sagðist vera til í kíkja eitthvða í stuttan tíma, við fórum upp í vinnu til hans að ná í Simulation forrit fyrir mig sem Pálmi hafði reddað fyrir fríið, síðan kíktum við í einn bjór á Celtic og stoppuðum einnig stutt á Hverfisbar áður en haldið var heim.
Kvöldi lauk um miðnætti.

Laugardagur:
Vaknaði - fór í vinnuna og var þar til 17.00 (var mættur um hádegisbil).
Ætlaði að fara að æfa en það lokaði kl. 17 og því fór ég heim, tók fram hjólið og sundföt og hjólaði um Hafnarfjör í klst og endaði niðri í laug kl. 18 þar sem pottur og gufa voru nýtt vel.
Þegar ég kem heim frétti ég að mér hefði verið boðið í afmæli í Hfj. hjá vinkonu EE, ég kíkti þangað og fékk mér í stóru tánna áður en haldið var niður á Vídalín upp úr 2 og þar var Buff að spila síðustu lögin, m.a. I would walk 500 miles.
Buffarar sögðu einnig parinu sem var með okkur EE á staðnum að hætta að kyssast á miðju gólfi - fyndið að heyra svona frá söngvara sveitarinnar þegar parið er í sínum innilegasta gír - en all in good fun.
Nú haldið var heim 1 klst eftir að komið var í bæinn þar sem 100% flipp stelpnanna endaði meira og minna í 100% floppi - en all in good fun.

Sunnudagar:
Vaknaði passlega þunnur - horfði á sjónvarpið, m.a. Star Wars um daginn og spilaði ég CM4.
Vegna þess að ég vaknaði ekki fyrr en um 12:30 þá var undirritaður ekki mjög syfjaður sem endaði í því að ég spilaði CM4 og horfði á NBA Finals til 3:30 í nótt (sólin var farin að koma upp þegar ég fór að sofa).
Kl. 6.00 hringdi vekjaraklukka EE í morgun og því er óhætt að segja að smá þreyta hafi sagt til sín - en 17 Júní er á morgun og því hef ég litlar áhyggjur.

Sumarið er tíminn..
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar