þriðjudagur, febrúar 14, 2006
|
Skrifa ummæli
Stóra myndatökumálið
Hvað er að frétta af stóra myndatökumálinu? Er forstjóri Smáralindar búinn að bjóða þér góðan díl fyrir að tala ekki um málið, eða ætlar Persónuvernd að ganga í málið og fjarlægja listann yfir fólk sem hefur tekið myndir þarna inni?
    
Hvorki forstjórinn né persónuvernd hafa svarað póstunum mínum þannig að þetta mál virðist ætla að fjara út.
16:01   Blogger Joi 

Já þetta er sterkur leikur hjá þeim báðum. Sjálfsagt hefur forstjórinn hringt í persónuvernd og gefið þeim út að borða ef þeir gerðu ekkert í málinu og málið er dautt.

Hver verður þá næsti leikur? Skrifa í Ljósmyndakeppni.is eða DV?
16:26   Blogger Hjörleifur 

Jamm, fínn leikur hjá þeim!

Næsti leikur er að fara á fund forsetisráðherra eða jafnvel utanríkisráðherra og ég er með í spilunum að bjóða fram nýjan lista í sveitastjórnakosningunum næsta vor. Ég er með nokkra sterka einstaklinga með mér í því máli og eru helstu stefnumál þessi:

1. Leggja áherslu á umhverfismál og fá menn til að lifa í sátt við náttúruna í staðin fyrir að keyra móður jörð í strand.
2. Leyfa myndatöku í Smáralind.
3. Leggja áherslu á heiðarleika í stjórnmálum þar sem allt verður gegnsætt og valdapot og stöðuveitingar fyrir vini vini og kunningja (jafnvel frændur) verður ómögulegt.
4. Kalla til sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig í stærri málum til að leggja faglegt mat á hvert mál og skoða það frá öllum hornum. Þannig myndu t.d. vatnsgreiddir ungir jakkafatastrákar ekki taka jafn stórar ákvarðanir sem þeir ráða ekki við.

Þú ert hérmeð boðinn velkominn á listann Hjölli minn!
16:56   Blogger Joi 

Sennilegast mjög auðvelt að koma öllu þessu í gegn, nema lið 2
19:35   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar