Breytingar
Undanfarið hefur verið mjög mikið að gera hjá mér, en ég er semsagt búinn að vera á fullu að taka til og henda og þrífa og þrífa og þrífa og henda og þrífa á heimii mínu Freyjugötu 34. En þannig er mál með vexti að ég er semsagt alveg fluttur núna og leigði út íbúðina mína og afhenti lyklavöldin nýjum íbúa í gærkvöldi og er hann væntanlega fluttur inn núna (en hann ætlaði einmitt að flytja núna í morgunn svo að hann gæti þrifið íbúðina sem hann var í. En vegna þessa flutninga þá varð ég að fara með kisu littlu til dýralæknis og er hún því nú á hinum eilífu veiðilendum að veiða mýs og fugla eins og hana lystir. Í morgun sendi ég svo flutningstilkynningu á hagstofuna og er því opinberlega fluttur (amk þegar búið verður að fara yfir tilkynninguna og samþykja hana) Næsta mál er því bara að drífa í því að selja bílinn og tekst vonandi áður en ég fer út, en ekkert of bjartsýnn á að það gangi eftir amk hefur enginn hringt enn og setti ég bílinn á sölu í síðustu viku.
|