laugardagur, febrúar 25, 2006
|
Skrifa ummæli
Fréttir
Já ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga undanfarið enda verið að vinna frá 8-19 á hverjum degi og svo heg ég tekið 2 tíma að klára tölvupósta osfrv. Ástæðan er sú að við vorum að setja upp 2 ný kerfi sem hafa breytt okkar vinnu ansi mikið þar sem annað snýr að allri verksmiðjunni.

Nú í dag var EE að útskrifast og var þetta bara ágætis útskrift, eina sem var eiginlega leiðinlegt var ræða rektors en hún var löng og um framtíð skólans, en þetta voru einmitt nemendur sem voru að klára skólann og hefði ræðan mátt snúast meira um það en einhvera lofræðu um skólann.

Í kvöld ætlar EE að halda smá veislu fyrir vini og fjölskyldu og verður því smá húllumhæ hjá henni. Ég ætla nú að vera rólegri þar sem ég ætla að vinna smá á morgun.
Þessa dagana er ég eitthvað slæmur í hnéi og vona ég að það verði ekki langvarandi, leiðinleg þessi endalausu smámeiðsl sem ég er með, kannski er ég að ofkeyra mig og viðbrögð líkamans á þennan máta, amk vill EE meina það að þetta er nú kannski bara andlegt frekar en líkamlegt.
En ég sé til þegar líður á vikuna, nú er ég bara ánægður að ná að sofa út í morgun þar sem mikil vinna hefur verið undanfarið.
Einnig er ég að vinna í að skipuleggja sumarfrí, er nú ekki enn búinn að ákveða mig en ég enda nú sennilega ekki á eurovision fylleríi í grikklandi eins og sumir :)

Þurfti að kaupa dekk á jeppalinginn minn um daginn, það kostaði jafn mikið og heill umgangur á daiarann gamla, frekar dýrt dæmi, svona er að vera á eðalbíl. Við fórum með hann um daginn í skoðun til að viðhalda ábyrgðinni, stóðst með afbrigðum vel (kostaði jafn mikið og eitt dekk), áttum að fara eftir 15 þús km en fórum ekki fyrr en eftir rúmlega 20 þús km, en það reddaðist þó.

Einnig er ég mikið að velta því fyrir mér að færa mig yfir í enduro hjól í staðinn fyrir crossara, gæti verið einfaldara, þó þarf ég að taka mótorhjólapróf til að klára það.

En þetta er ég í hnotskurn, pæla og pæla, vantar stundum að klára málin þegar snýr að eyðslu peninga - því ekki er ákvarðanataka vandamál í vinnunni.

Svo er Jói að hugsa um enduro hjól ef ég kaup vissa myndavél, ég er að hugsa út í það enn.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar