Stutt saga úr Nóatúni
Ég sá gamlann kall borga með ávísun í Nóatúni áðan. Hann var helvíti lengi að skrifa þessa ávísun og svo þurfti hann auðvitað líka að sýna debetkortið og því var rennt í gegnum kassann líka (sjálfsagt til að fá einhverja staðfestingu eða eitthvað). Næsti maður á eftir honum var að kaupa 2 brauð og 2 vínarbrauð. Þar sem að gamli kallinn var svo lengi og var að kaupa mjög mikið (eins og hann væri með 10 manna fjölskyldu, því ég held að hann hafi verið með um 10 lítra af mjólk ásamt ýmsu öðru) þá hafði safnast frekar mikið af vörum í kringum hann. Þegar afgreiðslumaðurinn var að byrja setja vorurnar mínar (því ég var nr. 3) á borðið hinu megin við skilrúmið á borðinu og maður nr. 2 var að fara að setja í bokann sinn þá sagði gamli kallinn mjög önugur: "Má ég klára!". Allir horfðu bara á hann því hann var greinilega ekkert að reyna að vera neitt liðlegur við þetta, en maður nr. 2 (þessi með brauðin 2 og vínarbrauðin) tók því bara sínar vörur í fangið og setti þær annarstaðar og setti í bokann þar. Ég gekk svo í kringum manninn og stóð við hliðiná afgreiðslumanninum og setti í pokann minn þar og var þá gamli kallinn bara rétt að byrja að setja í bokana sína. Á meðan þessu stóð þá var annar afgreiðslumaður þarna við hliðiná og sat bara og gerði ekki neitt. Það var augljóst að hér var um vandamál að ræða (ekkert svosem við gamla karlinn að sakast, hann er bara orðinn gamall og ekkert hægt að gera við því, þar að auki erum við Jói búnir að ákveða að verða leiðinlegir gamlir kallar, sem eru með skækting og ruglugang við allt og alla, því við eigum rétt á því þá), en ég er á þeirri skoðun að hinn afgreiðslustrákurinn sem gerði ekki neitt að hann hefði nú getað hjálpað manninum að setja í poka á meðan hann var að skrifa ávísunina í stað þess að sitja bara þarna og horfa á og vera voða hissa á því að kallinn væri svona önugur. Sjálfur keypti ég Cheerios, túnfisksalat, skyr og hrýsmjólk með karamellu.
|