sunnudagur, febrúar 12, 2006
|
Skrifa ummæli
Lestur
Áfram heldur lestrarátak mitt, nú er ég enn að reyna að vera duglegri í lestri og hef breytt mínum takmörkum aðeins, nú er ég líka að reyna að lesa á Íslensku og hef ég sett takmark mitt af 52 smásögur á Íslensku, sumar þó þýddar. Með þessu er ég að lesa aðrar bækur og í dag er ég einmitt að lesa bókina Winning eftir Jack Welch en þetta er afar góð bók um gaur sem er búinn að prófa nánast flest þegar kemur að því að vera stjórnandi.
En nú er ég þegar búinn með 6 smásögur en þær eru:
Fölskvi eftir Þorgils gjallandi - sorgleg saga um gamlan hest.
Bolladómar e. Tehodoru Thorodssen - saga um saumaklúbb kvenna og þeirra málefni sem eru aðallega bolladómar.
Marjas e. Einar H. Kvaran - Ungur strákur í sveit sem lendir illa í vinnumanni og vinnukonu sveitarinnar, fín saga um svik og pretti í sveit. NB! Marjas er spil fyrir þá sem voru að pæla í því.
Fáninn eftir Huldu - Lítil ástarsaga.
Munaðarleysinginn e. Theodór Friðriksson - Fjallar um Björgu sem eignast barn og deyr stuttu seinna, strákur hennar elst upp og farið illa með hann þar sem hann var nú aldrei velkominn, deyr ungur að aldri.
Dúna Kvaran e. Guðmund Kamban - Ástarsaga sem byrjar með því að hún nánast drepur mann sem er að reyna að kyssa hana - furðuleg ástarsaga.

Eins og sést þá eru þetta allt smásögur af gamla skólanum þar sem vonleysi, vosbúð ofl eru mikið frammi.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar