Dýfuslettur
Ég var staddur áðan í bílaröð hjá Aktu-Taktu og var að hlusta á Talstöðina og þar var einhver ungur skeleggur þáttastjórnandi með einhverja stjórnmálaspekinga í viðtali og var þar með einhverja bjánalegustu og óþörfustu slettu sem ég hef heyrt: "... er hann ekki að reyna að distansera sig frá öðrum stjórnmálaflokkum með þessu?". Þegar kom að mér í röðinni bað ég um einn ís í brauðformi og svona voru samskiptin mín "J" við unga afgreiðslustelpu (A): J: "Einn ís í brauðformi með dýfu."Afgreiðslustelpa fer og kemur aftur stuttu síðar með ís án dýfu í hendinni. A: "Hvernig dýfu vildir þú?"J: "Hvernig dýfur áttu?"A: "Súkkulaði og ... og ... og ..., bíddu!"... stamaði hún og fór aftur og kom síðan stuttu síðar A: "Súkkulaði- og Lúxusdýfur!"J: "Hvað er í lúxusdýfu?"A: "Súkkulaði!"J: "Já, þá ætla ég bara að fá súkkulaði" og brosi A: "Já" segir hún og fer og kemur stuttu síðan og segir: A: "Vildir þú ekki örugglega lúxusdýfu?"Stutt þögn J: "Jú"apúfffff
|
hei, ekki dissa afgreiðslustúlkuna bara af því að þú hefur distanserast í útvarpinu. Það er ekkert hægt að ætlast til að hún muni allt.
22:41 Hjörleifur
Ég vil líka bæta þessu við að hin díalektíska fjarlægð milli fjarveru og nándar þarf ekki að vera hindrun í expressíónísku rými, en það er einmitt það sem átti sér stað milli þín og afgreiðslustúlkunnar þar sem hún er fjarvera og þú nánd, eruð stödd í physiskum andstæðum, en í expressíónsískt séð í sama rýminu.
11:27 Hjörleifur
|
|