laugardagur, febrúar 11, 2006
|
Skrifa ummæli
Smáralind
Við Hjölli og Pálmi vorum bara þrír á tippfundi í dag því Siggi er slappur og Árni "gleymdi" fundinum (hvernig er hægt að gleyma svona reglulegum hlut Árni? ;-) ).

Þegar við vorum að fara að fundi tók ég 3 myndir af rúllustiganum og fór síðan niður. Þegar niður var komið stoppaði mig öryggisvörur og spurði mig dónalega hvort ég hefði leyfi fyrir myndatöku og fyrir hvern ég væri að taka myndir. Ég svaraði að ég hefði ekki leyfi enda vissi ég ekki að það mætti ekki taka myndir og ég sagði að ég væri bara að taka myndir fyrir sjálfan mig. Hann spurði þá hvaðan ég kæmi og ég skyldi ekki alveg hvað hann var að meina og spurði hann hvað hann meinaði. Hann sagði að það væri stranglega bannað og ég spurði hann hvar það kæmi fram því ég hefði ekki séð nein skilti um það. Hann sagði að það væri ekki merkt en öryggisvörðum væri sagt að stoppa fólk sem væri að taka myndir. Þvínæst krafði hann mig um að sýna skilríki og ég spurði han af hverju hann þyrfti þau, hvort han ætlaði að sekta mig en hann sagði að hann yrði að taka niður nafn og kennitölu þó það væri engin sekt. Ég sýndi honum skilríki og hann tók niður nafn og kennitölu og rétti mér aftur skilríkin og ég tók þau og labbaði í burtu án þess að segja orð við hann.

Ég ætla að senda yfirstjórn Smánalindar tölvupóst og spyrja hvaða leyfi þeir hafi fyrir því að krefja fólk um skilríki á svona opinberum stöðum og láta mann líta út eins og einhvern glæpamann og einnig er ég að spá í að senda persónuvernd tölvupóst og spyrja hvort þetta sé löglegt.

Ég læt glæpamyndina fylgja með hérna ;-)

Við fórum þrír og kusum í prófkjöri Samfylkingarinnar og við vorum sammála um það að að það væri mjög illa staðið að skipulagningu kosningarinnar (a.m.k. uppi í Mjódd) og bæði var löng biðröð og illa skipulagt hvar biðraðir og slíkt væru). Eins var kosið í tölvu og frekar illa sett upp forritið til að kjósa í og ég skil vel að eldra fólk hafi verið í erfiðleikum með að skilja hvað þau ættu að gera.
    
þar sem Al-Qaeda er að færa út kvíarnar og ná sér í menn sem eru ekki af arabísku bergi brotnir er aldrei að vita nema þú sért maðurinn - mér hefur alltaf þótt þú vera svolítið hryðjuverkaefni. Þú hefðir til að mynda getað verið að taka myndir til þess að aðstoða við undirbúning á sprengjuárás - og þá sérstaklega eftir að DV birti myndirnar af Múhammeð með sprengju á hausnum (stendur meira segja á Wikipedia!)... Þannig að ég skil vel að þú þurfir að sýna skilríki!!!

sælir.
20:48   Blogger jonas 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar