TV
Er þetta ekki bara málið: TVÉg er nú í samningaviðræðum við Sonju að hætta bara með sjónvarp þegar við flytjum, þ.e. vera með sjónvarp og DVD en ekkert loftnet.
|
Tja mönnum þótti ég skrítinn þegar ég losaði mig við sjónvarpið þegar ég bjó á Sauðárkróki og notaðist lengi vel bara við RUV hér í bænum (ásamt poptv og skjá einum). Og ég get alveg tekið undir með þessum manni að maður fer að gera miklu meira af allskonar hlutum þegar maður er ekki með sjónvarp. Þ.e. maður les t.d. mun meira, fer meira út á kvöldin og þessháttar. Maður er hreinlega ekkert að pæla í því hvað sé í sjónvarpinu. Og þegar maður er ekki með sjónvarp, þá hættir maður líka alveg að pæla í dagskránni og þegar maður heyrir að eitthvað sé í sjónvarpinu, þá verður manni alveg sama og fer bara út að hjóla, eða les bók eða fer á kaffihús, því í flestum tilvikum (ef ekki öllum) þá er það betri kostur heldur en sjónvarpsefni.
15:58 Hjörleifur
Já í rauninni er það sem maður horfir á, maður notar sjónvarpið mest til að horfa á DVD og svo það sem maður á til á tölvunni, skoða myndir og þessháttar. Bara verst að maður borgar jú RÚV afnotagjöld og svo horfir maður voðalega lítið á þetta. En mér samt gott að geta séð fréttir og horfi ég nokkuð oft á sky og bbc. Svo eru það mythbusters á discovery og nú er Family Guy á skjá einum og svo er .... Jamms amk ætla ég ekkert að losa mig við sjónvarpið í bráð.
16:26 Hjörleifur
Sonju líst ekkert rosalega vel á þessa hugmynd. Það má þó ræða það að kveikja ekki á sjónvarpinu nema fyrir fréttir og ákveðið efni - ekki bara til þess að fletta ;) Spurning um að úthluta sér ákv klukkustundum á viku. Ég er allaveg ekki til í að vera sjónvarpslaus - mér þykir gaman að horfa hálfheiladauð gapandi munn á töfrakassann þar sem manni birtist óraunverulegt líf óraunverulegs fólks með þó raunveruleg vandamál :)
17:28
Já ég hef t.d. mjög gaman af allskonar framtíðarmyndum þar sem verið er að berjast við geimverjur, ef það eru ekki raunveruleg vandamál, hvað er það þá?
19:44 Hjörleifur
TV stays!!! Reyndar þekkti ég einn í efnafræðinni sem átti ekki sjónvarp og fjölskylda hans átti heldur ekki - hann var skrýtinn, en það átti svo sem við flesta í efnafræðinni, annað hvort komu þeir úr sveitinni eða áttu ekki sjónvarp.
22:16 Árni Hr.
Þú ert að misskilja kjarnann í framtíðarmyndunum Hjölli - vandamálið þar er að ókunnir aðilar ráðast inn í þitt líf og hafa e-a yfirburði yfir þig og þína = raunverulegt vandamál! Og þessi gæi þarna sem Jóhann vitnar í - hann tekur bara fram að sjónvarpið sé slæmt með tilliti til pólitísks áróðurs, brengluð ímynd af kynlífi og öllu sem því viðkemur auk þess að hvetja til óhóflegrar dýrkunar á íþróttahetjum. Ég er reyndar ekki ósammála honum en það eru ekki allir þættir pólitískir, uppfullir af hálfnöktum íþróttahetjum og hvers vegna eru það endilega réttari upplýsingar sem ég les í bók heldur en sé í sjónvarpi??
10:16
Hjölli: Hvað eru geimverJur? ;)
10:32 Burkni
Það eru verjur sem geimfarar nota, það ætlar enginn að segja mér að það gerist ekki eitthvað allan þennan tíma sem þeir eru út í geimnum
10:57 Hjörleifur
Því jú menn verða að berjast við að koma blessuðum geimverjunum á, en það ku ekki vera neitt grín í þyngdarleysinu. Og þetta eru raunveruleg vandamál.
10:59 Hjörleifur
|
|