Sumarfrí ofl.
Jæja nú styttist í fyrsta part sumarfrís míns, fer á miðvikudag en er á fundi allan þriðjudag og fram á hádegi á miðvikudegi.
Þ.a. eiginlega lýkur minni endanlegri veru á þriðjudag þar sem fyrirlestrarfundurinn tekur við. Þetta er fundur um Sölu og Oper. planning skilst mér.
Veit nú ekki mikil deili á þessu en þetta verður spennandi - svo er það bara fríið góða. Annars horfði ég mynd sem hét Good Boy í gær og fjallaði um lítinn strák sem gat talað við hunda, lítil sæt mynd með miklu gríni, þó misgott.
Ekki ætla ég nú að mæla með henni - tók hana aðallega fyrir EE sem er mikill hundaaðdáandi.
Stefni á útileigu um helgina, veit ekki enn hvert verður farið, en reynt verður að elta sólina eitthvað.
Annars er mjög gaman að fylgjast með öllu þessu fári í kringum fjölmiðlafrumvarpið þar sem þetta ætlar engan endi að taka, þ.e. umræðan.
Jæja þá eru það bara "2" dagar eftir þar til sumarfrí hefst.
|