Flöskudagskvöld
Kláraði vinnuskýrsluna (en samt þó ekki, þar sem að fylla út vinnuskýrslu hér er alveg fáránlega tímafrekt og væri nær fyrir stofnunina að ráða sér manneskju í þetta til að spyrja hvern og einn daglega hvað hann gerði þann daginn frekar en að notast við þennan helvítis Tímon sem er nú því miður fyrir Trackwell sameinað í eitt fyrirtæki, þ.e. Grunnur og Trackwell) klukkan 16:30 og hætti bara að vinna og stóð bara upp frá tölvunni þar sem að ég var ekki alveg að átta mig á hvernig ég átti að leysa þann vanda sem ég var að glíma við og hugurinn var farinn að leita annað og ég farinn að horfa út um gluggann og ég veit ekki hvað, svo ég hætti bara snemma í dag. Rölti niður í kjallara og spjallaði við Elvar sem var líka búin að stimpla sig út og spjölluðum við um heima og geima þar til klukkan var orðin fimm en þá opnuðum við ísskápinn og fengum okkur bjór. Stuttu síðar bættist einn bjórvinur í hópinn og þá vorum við orðinr 3. Um hálftíma síðar vorum við orðnir 8 og var mjög góðmennt á þeim fundi og töluðu menn digurbarklega um hver góðmennt var á fundinum, en þá bættist við 9. manneskjan, en það var kona og þar með var friðurinn úti. Að vísu var hún í miklum minnihluta, en ein kona er á við 9 karlmenn, svo það hafði engin áhrif, en við höfðum ekki aðeins fengið okkur bjór, heldur var komin upp japönsk stemmning og drukkum við Saki úr rosa flottri flösku sem keypt var í Tokyo og hafði mig aldrei grunað að Saki væri svona góður drykkur, en það er eins og með Saki að það er svo margbreytilegt. Að segja Saki er eins og að Segja Rauðvín, þetta er hópur af vínum, en ekki bara eitt vín, eins og íslensk brennivín. Þetta Saki var mjög ljúft og sá maður fyrir sér hrísgrjónaakrana þegar það rann ljúflega niður í magann eins og hið fínasta konfekt. Ekki til neitt í því sem hét rammleiki eða neitt þvíumlíku, frekar en að tala um að jarðarber séu römm. Þetta var svo teigað úr saki staupum sem keypt voru í Japan fyrir nokkrum árum (af einum starfsmanni hér sem því miður er í fríi núna og missti því af þessu tækifæri), mjög flottum og var hvert og eitt handmálað, með mynd af Gheisu á hverju þeirra.
Eftir þetta menningarsjokk þá fékk ég mér 1 epplasnafs og 3 bjóra til viðbótar til að ná mér niður á jörðina, en í staðinn þá sveif ég bara hærra og hærra og er nú í þriggja metra hæð þegar ég skrifa þetta, að vísu er fysta hæðin í ca 3 m hæð og því ekkert óeðlilegt við þetta.
Svo var nú flaskan seld á uppboði hér og fór hún á 500 kr. þótt að hún værui tóm, enda var þessi flaska mjög flott og er þar vægt til orða tekið. Eigandi flöskunnar gaf okkur hins vegar innihaldið, þar sem að hann hafði fengið hana gefins frá Japana sem kom hingað til Íslands til að heimsækja hann.
Já, ég verð bara að segja það að allir þeir Japanir sem ég hef heyrt af (þá er ég ekki að tala um eitthvað sem maður heyrir um í fréttum) eða kynnst eru besta fólk.
|
Snilldarblogg Hjölli! gkth
08:43
|
|