fimmtudagur, júlí 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Fótbolti
Skellti mér í bolta í hádeginu þrátt fyrir rigningu og smá vind.  Mætti galvaskur klukkan 11.30 og hitti þar 3 frá AGR (Hlyn, Burkna og Jóa), einn félaga Hlyn skildist mér (Ingó að held að hann heiti) og svo mætti einn beint úr rúminu en það var Hjöllinn okkar.
Nú við skiptum liði þar sem Túnhvamms elítan var saman á móti Burkna, Hlyn og Ingó.  Ekki hófst þetta vel, einn liðsmaður kvartaði yfir eimslum hjá okkur og einn var enn hálfsofandi.  Nú þetta byrjaði rólega hjá okkur, mikið um óreiðu í varnarleik en við vorum óheppnir að tapa fyrsta leik, en Burkni ætlaði aldrei að hætta að hlaupa - en sem betur fer notuðum við bara taktík í staðinn fyrir hlaup, þ.e. biðum eftir andstæðingnum, hirtum boltann og skoruðum.  Nú við töpuðum fyrsta leiknum, fórum í leik nr. 2 og töpuðum þar, enda held ég að Hjölli hafi nú dottað inn á miðju nokkrum sinnum og ef hann dottaði ekki þar þá var hann steinsofandi í markinu.  Nú eftir 2 töp var farið í úrslitaleik og þá fór þetta að ganga og unnum við sætan 7-5 sigur eftir mjög taktískan leik og var Jói meiddur í marki seinni hluta leiksins, en þá vaknaði Hjölli aðeins og spilaði eins og engill og við drituðum inn  mörkunum og lékum á þá eins og köttur leikur sér að mús (ekki Tommi og Jenni).
Sem sagt Túnhvammsfélagar unnu þessa rimmu þar sem við unnum úrslitaleikinn og fórum við kampakátir í burtu þaðan með bros á vör.

ps.  Ég fór svo í Sporthúsið í sturtu og meðan ég var að teygja þá sátu 2 píur úr stúlknabandinu Nylon og horfðu á mig með aðdáunaraugum, enda mikill knattspyrnumaður þar á ferð í Brazzabolnum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar