sunnudagur, júlí 25, 2004
|
Skrifa ummæli
Partur af ferðasögu
Hér kemur smá hluti af ferð minni til DK:
Skelltum okkur á hótel um helgina, þ.e. fórum á föstudagskvöldi og vorum um helgina.  Gistum við Ráðhústorgið í DK, í herbergi þar sem Marilyn Monroe hafði áður gist, því get ég krossað það af lista mínum um things to do.  Nú á föstdeginum fórum við á Jensens Böfhus, fengum okkur steik og horfðum upp á greyið strákinn sem kom einn inn og sat við hlið okkar.  Hann keypti sér ís (sem var ókeypis vegna úrklippu sem hann kom með með sér), kom fyrst niður með 2 glös af ís, enn kom enginn og settist hjá honum, síðan fór hann upp aftur og fyllti á ísinn, svo aftur og aftur og aftur, í allt át hann 6 glös af ísum sem hann borgaði ekkert fyrir og var einn.  Þetta væri eins og maður færi á Hereford með úrklippu fyrir frían ís og maður sæti þar einn og æti tíu ísa.  Hvað lærir maður af þessu, jú ís er góður.
Nú eftir matinn var ég búinn að fá mér g og t, írskt kaffi og bjór, klukkan að verða 23 og við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera, enduðum svo með að skella okkur á Hellboy á miðnætursýningu.  Þegar við komum út, þá var grenjandi rigning og hlupum við upp á hótel í grenjandi rigningu.
Nú við pöntuðum roomservice, fengum morgunmat upp á herbergi, vorum þar uppi til hádegis að slappa af.  Fórum í bæinn, kíktum í búðir og vorum bara í ró og næði niður í bæ, enda hótelið í miðbænum.
Nú við fórum síðan á matsölustað sem heitir Degas um kvöldið og ætluðum að hafa það rosalega huggulegt, enda 8 ára afmæli okkar EE.  Borðuðum eina bestu máltíð sem ég hef á ævinni fengið, fengum okkur sjávarrétti svo sem humar, hörpudisk og skötusel.  Ég var svo ánægður þarna að ég tippaði þjóninn um 1000 kr þegar ég labbaði út.
Já þessi helgi var bara helvíti fín, fengum gott að borða, náðum að fá sól, versla og nánast allt sem maður gerir í góðri helgarferð.
Í dag er maður bara að slappa af, enda á leið heim í fyrramál, kominn í faðm fjölskyldunnar aftur.
Á eftir að lýsa Kolding ferð minni nánar seinna, þ.e. þegar ég fór í heimsókn til bróðir míns.
    
Til hamingju með ágætis blögg og greinilegt að það hefur verið gaman úti. Núna er bara að halda dampi í blögginu og fara að skrifa reglulega.
09:22   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar