Ofnæmi
Búinn að vera frekar slæmur í dag af ofnæminu og nokkuð ljóst að júlí mánuður ætlar að verða doldið erfiður ef það fer ekki að rigna meira, pannta hér með rigningu næstu 2 vikurnar. Ætla að athuga hvort ég get ekki ýtt á einhverja rigningartakka hér.
Fór í bíó í gær með Árna og Elínu. Ætluðum á Kóngulóarmanninn en það var bara uppselt svo við létum Elínu ráða og fórum í staðinn á Vin Diesel myndina um Riddick. Hún var ágætis afþreying og engin hætta á að maður fái hausverk af flóknum söguþræði eða heimspekilegum pælingum.
|