Ekkert, en samt þó eitthvað smá
Ekki mikið að gerast núna, en ég er nú aðallega að tölvast eitthvað heima. Í gær bönkuðu uppá einhverjar 2 kellingar og spurðu hvort að einhver byggi hérna sem ég man ekki hvað heitir en er líklegast kellingin í skúrnum og ég sagði bara nei hún býr ekki hér og þá spurðu þær hvort að hún byggi þarna á bakvið og ég sagði bara með þurrum tón "það getur vel verið, hef ekki hugmynd um það". Þær voru greinilega í glasi og hafði ég ekki minnstan áhuga á að ræða við þær og lokaði svo bara hurðinni.
Í kvöld er það svo fótbolti í Kapplakrikanum, enda frábært veður til þess.
|