miðvikudagur, júlí 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Garðurinn heima og DVD slembibull
Nú er búið að saga niður fullt af trjám heima og er m.a. farið stóra ljóta grenitréið í garðinum og fullt af risastórum öspum.

Annars þá er það með mig og það sem ég helli mér útí að þá vill það oft verða doldið mikið því ef ég byrja á einhverju á annað borð þá er ég ekkert að spara í því, en ég keypti mér DVD spilara í gær, eins og fram hefur komið og úr því að ég var kominn með DVD spilara þá þurfti ég að sjálfsögðu að eiga einhverja DVD skrifanlega diska, svo ég keypti nokkra slíka, nánar tiltekið 100 slíka og kostuðu þeir bara rétt tæpar 20 þús kall eða tæpar 200 kr diskurinn. Nú hef ég sett stopp á allt sem við kemur tölvukaupum í bili. Nú fer í hönd sparnaðartímabil og verður peningunum nú eytt í ferðalög og sumarfrí, en þegar við förum út í september þá er stefnan sett á að kaupa digital myndavél og jafnvel köfunartölvu, en það fer bara eftir því hvernig gengur að spara hvað verður keypt í haust.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar