Uppáhalds bíómyndir
Núna ætla ég að hafa smá könnun og bið alla sem lesa bloggið að telja upp 7 (5 er of lítið og 10 of mikið) uppáhalds bíómyndirnar sínar. Sínum samstöðu núna og ég ætla að byrja (breyti samt kannski þessu blöggi síðar ef ég man eftir einhverri mynd sem ætti kannski frekar að vera þarna inni).
1. Arizona Dream (Depp og tónlist mögnuð og þetta var fyrsta myndin sem ég og S horfðum saman á).
2. Annie Hall (Woody Allen er snillingur og þetta er hans besta mynd).
3. Princess Bride (Eitthvað sem gerir það að verkum að þessi "litla" mynd hittir bara nákvæmlega í mark).
4. Groundhog Day (Get horft á hana aftur og aftur og aftur og aftur og ....).
5. Pee Wee's big Adventure (Yndisleg mynd, maður hlær mikið af í hvert sinn sem horft er á hana).
6. Cable Guy (Stórkostleg gamanmynd sem verður betri með hverju skipti sem maður horfir á hana).
7. Scarface (Ein besta ofbeldismynd allra tíma).
Maður er náttúrleg að sleppa fullt af góðum myndum eins og KingPin, The Shining, Hvað er í matinn gilbert Greipaldinn?, Raising Arizona, Indiana Jones, Lord of the Rings, Shawshank Redemption, Dead Man, To be or not to be, Unforgiven, Silance of the Lambs, Aliens, Das Boot, Seven, Með allt á Hreinu o.flr. o.flr. en ég er a.m.k. búinn að koma þeim að núna ;-)
|
1.arizona dream (engin orð) 2.lord of the rings trilogy (allur pakkinn bara hrein snilld, ekki hægt að gera uppá milli) 3.dead man (engin orð) 4.princess bride (það sem jói sagði) 5.hellraiser (besta hrollvekjan) 6.stand by me (bara góð) 7.orgazmo (ekkert fyndnara) og svo það sem komst ekki á listann: the unforgiven,kill bill vol.1,henry: portrait of a serial killer,alien quadrology sem dæmi....
og Linda segir:
1. Lord of the rings trilogy 2. fifth element 3. sleepers 4. fight club 5. zoolander 6. natural born killers 7. kill bill vol.1
21:10
Minn topp7 - listi byrjar á 2 besserwissunum: * Jói: Uppáhaldsbíómyndir er skrifað í einu orði * Siggi(Jói): Talað er um að hlæja aÐ einhverju ...
allavega, minn listi gæti verið e-n veginn þannig, reyni að hafa hér fulltrúa fyrir ólíkar kvikmyndagerðir:
1: Amadeus - engin önnur kemst nálægt henni 2: Chariots of Fire - maður er jú frjálsíþróttamaður 3: Hero - svalara gerist það ekki 4: Groundhog Day - sjá hjá Jóa 5: Farinelli, il castrato - reyni ekki að útskýra 6: Indiana Jones-pakkinn - sígilt 7: Mambo Kings - Mjög sterk alhliða drama
09:43 Burkni
Hér koma 10 góðar myndir í stafrófsröð: - Aliens - Arizona Dream - Army Of Darkness - Edward Scissorhands - Monty Python & The Holy Grail - Platoon - Ringu (japanska útgáfan) - Star Wars V - The Empire Strikes Back - Twelve Monkeys - Usual Suspects Til að fá 7 bestu má bara velja einhverjar 7 af handahófi, ég get ekki gert á milli. -eyjo-
09:48
1.Touching the Void 2.Enlar Alheimsins 3.La Vita e bella 4.FightClub 5.Leitin að Rajeev 6.Back To The Future 7.Clockwork Orange
HLYNUR
16:45
Hér koma mínar myndir: 1. Scarface - "say hello to my little friend" 2. Ford Fairlane - ein fyndnasta mynd sem ég hef séð, hef náð að sjá hana yfir 10 sinnum. 3. Groundhog Day - Bill Murray er að sjálfsögð snillingur 4. The Killings of America - er búinn að sjá þessa mynd nokkuð oft, alltaf merkilegt að horfa á þetta, Michael Moore hefði getað notað mörg atriði úr þessari í Colombine mynd sína. 5. Cable Guy - Kingpin - my tribute to the Farrelly brothers. 6. Pee Wee myndirnar - þó var fyrri myndin enn meiri snilld en seinni. 7. James Bond myndirnar - sammála Sigurði með að þetta voru mótandi myndir, þegar ég var um 10 ára þá var ég að horfa á þessar myndir eina og eina og var þetta miklar myndir þá.
Ég veit að ég er að gleyma mjög mörgum myndum, t.d. Man Bites Dog, Henry Portrait of a Serial Killer, Indiana Jones, Die Hard 1, Stone Cold, Rocky Horror, Dog Day afternoon, Straw Dogs ofl. ofl. Þegar ég er búinn að hugsa þetta betur þá mun ég pósta nýjann lista en þó held ég að þessi listi sýni svona nokkuð vel hvernig þetta hefur verið undanfarin 6 ár amk.
10:01 Árni Hr.
|
|