Tónlist
Já nú eru Metallicu tónleikar að baki hér á Íslandi, ekki fór ég og fannst mörgum það skrýtið, en einhvers staðar verður maður að draga mörkin, kostaði mikið. Hef reyndar séð þá amk 2 þ.a. ég lifi það af svo sem.
Er reyndar með þá á phoninum þegar ég skrifa þetta þ.a. ég get nú ekki neitað því að ég hefði alveg viljað fara á tónleikana, en sá á kvölina sem á völina.
Er núna að skoða gömul excel skjöl sem ég hef verið að dunda mér við að gera í gegnum síðasta ár, framlegðartímar, afköst, söluáætlanir osfrv. Ef ég væri mældur í excel skjölum þá væri ég sennilega orðinn ansi ríkur - en svo er ekki því miður.
Er núna að setja upp campaigns út árið og helst fram á næsta ár, með þessu er ég að skoða álagið lengra fram í tímann. PP ætlaði líka að senda á mig nafnið á bókinni sem hann var að kenna í aðgerðargreiningu og láta mig vita hvar ég get nálgast hana. Ég hef verið að skoða nefnilega hvort ég get nýtt mér simulation, bestun eða þess háttar í afkastagreiningu hjá mér, þ.e. flöskuhálsagreiningu ofl.
Lífið er svo alltaf ljúft þegar margir eru í fríi í vinnunni hjá mér, mín vinna tengist mikið öðru fólki og leið og það fer í frí þá kemst ég í rólegri heim þar sem tölvupóstssamkskiptum fækkar.
Á morgun ætla ég að byrja daginn á því að klára að senda af mér skjöl sem ég skulda þ.a. einhverjir hafi eitthvað að gera um helgina :)
|