miðvikudagur, júlí 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Kvöldið
Í gær fór ég á FH-KR, leikurinn endaði 1-1 og var gaman að því að maður labbaði mjög svekktur út af leiknum vegna þess að FH hefði í raun átt að vinna leikinn. Gaman að sjá unga FH-inga slást um alla bolta og gera vel.
Ég trúi ekki öðru en að við lendum í topp 3 þetta árið og þar með Evrópa aftur - sad að sjá KR þessa dagana.

Síðan fór ég heim og horði á myndina Secondhand Lions og var hún mjög góð, þetta var mynd um samband tveggja eldri frænda (Caine og Duvall) og ungs frænda (Haley Joel Osment). Lítil falleg og góð mynd sem ég mæli eindregið með, mjög fyndin en einnig skemmtilega dramatísk og mjög skemmtilegar persónur auk þess er frásagnarstíllinn á köflum mjög skemmtilegur.

Mæli með að þið kíkið á þetta: http://www.imdb.com/title/tt0327137/
    

15:49   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar