þriðjudagur, júlí 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Vaknaði upp í morgunn um 8 leitið við það að Kallinn var að henda Kellingunni út. Fyrst henti hann henni, svo henti hann húsgögnunum hennar og svo kom hún aftur, en þá henti hann henni aftur út, en hún þrjóskaðist við og kom aftur til að geta amk farið í skó og sótt veskið sitt. Hann var nú ekkert á þeim buxunum að hún fengi það eða að nota símann hans, hún gæti bara reddað sér sjálf. Svo fór hann. En kom aftur um 15 mínútum síðar, en hún var þá enn í húsinu og húsgögnin enn fyrir utan. Þessu fylgdi tilheyrandi heimiliserjulæti og töluðu þau eins og það væri kílómetri á milli þeirra, amk hafa lætin örugglega heyrst í kílómetra radíus út frá heimilinu.
Já það er nú leiðinlegt þegar svona brestir koma á í þessu annars rólegheitar sambandi, svona er miðað er við samband USA og Íraks.
Ég nennti nú ekki að fylgjast með framhaldinu og fór bara í vinnuna. Ég hef nú aldrei verið gefinn fyrir sápuóperur, en þessi er ekki sem verst, þ.e. ef ég þyrfti ekki að vera í henni sjálfur.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar