föstudagur, júlí 23, 2004
|
Skrifa ummæli
Súpermann
Smá prentaravesen hér í vinnunni, en ekkert alvarlegt og er komið í lag núna. Sem er ástæðan að ég er að skrifa þetta á svona ókristilegum tíma.

Annars þá keypti ég mér Súpermann (semsagt bíómyndina frá 1978) í Bónus í kvöld. Þessi mynd er órjúfanlegur hluti af minni æsku, enda farið í ófáa súpermannleiki og Bjössi vinur minn átti líka nokkra súpermann-aksjónkalla og allt liðið þar í kring. Það var nú bara nokkuð gaman að sjá þessa mynd aftur, en það var orðið þó nokkuð langt síðan ég sá hana síðast. En fyrst sá ég hana þegar hún var ný fersk í Háskólabíói, minnir að ég hafi setið vinstramegin, fyrir neðan miðju í sal 1, rétt orðinn 7 ára gamall. Tæknibrellurnar hreint út sagt ótrúlegar og hvernig það var hægt að láta manninn fljúga svona var alveg ótrúlegt (enda mjög mjög mjög mjög margar slíkar senur í myndinni). En í þessari myndinni koma fyrir nokkrir frægir leikarar, þ.á.m. Marlon Brando (Jor-El, pabbi súpermanns), Gene Hackman (Lex Luthor, vondi kallinn) og Larry Hagman (Major, sem varð að taka munn við munn aðferðina við "slasaða" stelpu og var það það eina sem hann gerði í myndinni) eða eins og það var orðað í myndinni:

[Miss Teschmacher is posing as the victim of a car wreck]
Sergeant Hayley: She's having trouble breathing sir. What do you think? (á þessum tíma var enginn búinn að snerta hana og lá hún hreyfingarlaus á götunni, óskrámuð, en bíllinn í rúst við hliðiná'enni)
Major: Well, I suggest a vigorous chest massage, and if that doesn't work, uh, uh, uh, mouth-to-mouth.
Sergeant Hayley: [Enthusiastically] Yes, sir!
[Bends to the task]

Major: [The Major pulls him to his feet] Sergeant, I won't have one of my men doing anything I wouldn't be prepared to do myself.
Sergeant Hayley: [Disappointed] Yeah, but, sir!
Major: Get an ambulance. All right, men. Gather around. About face! (og hermennirnir mynduðu hring utanum þau og snéru í þau baki)

Svo voru líka í myndinni leikarar sem að enginn þekkir, eins og Larry Lamb, Rex Reed (sem lék sjálfan sig), Ro Rucker sem var pimp, Roy Stevens, Norman Warwick, John Cassady og margir fleiri sem enginn þekkir, en þeir stóðu sig allir ágætlega.

Myndin var aðeins rétt um 145 mínútur, þar af ca 70 mínútur í flugtíma, enda gaman að fljúga.
Þetta er ekki mynd sem maður gefur stjörnur enda er hún ómetanleg og því ekki hægt að meta hana í neinum stjörnum, en það var mjög gaman að horfa á hana og ýmislegt sem að rifjast upp eftir svona mynd.
    
Það hefði nú passað að láta Rex Reed leika Lex Luthor!

PS: Til hamingju með ammælið Jói!
13:08   Blogger Burkni 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar