mánudagur, júlí 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Ferðasaga - Kolding
Hér kemur næsti bútur af ferðasögu minni, ég og EE keyptum miða á föstudeginum eftir að við komum út til Kolding, fórum svo af stað á laugardagshádegi og var það hin besta ferð.  Fínt að ferðast með lestum, rólegt og gott og ekkert stress.  Einnig verður maður lítið ferðaveikur og situr bara og sötrar kaffi osfrv.
Nú við vorum mætt til hjónanna (Lindu og Haralds og að sjálfsögðu Umu) um 16.00 á laugardeginum.  Fyrst um sinn var því tekið rólega, setið var og spjallað og við þurftum smá tíma að kynnast Umu aftur en það er dóttirin sem verður 2 ára í nóvember.  Linda og HÖH elduðu dýrindis kalkúnabringur og var fengið sér hvítvín og bjór með matnum.   Nú öll vorum við að hressast, góður matur, vín ofl.  Þegar klukkan var 20, þá var dóttirin sett í háttin (að vanda) og var haldið áfram að spjalla og sötra og færðum við bræðurnir okkur í g og t-ið.  Nú haldið var áfram eftir kvöldina að sötra, spjalla, spila smá golf í tölvunni og náði ég að sigra tvo krokket leiki með glæsibrag og bar mig að vanda vel þar sem ég er mjög góður sigurvegari.  Nú ekki voru allir eins sáttir við sigurvegarann (EE tapaði spectaculary bæði skiptin) en það lagaðist nú með næsta gt.  Nú áfram var haldið, allir ferskir, ég, EE og HÖH mættum í bæinn.  Fórum á Crazy Daisy þar sem tónlistin var frá 1980 og svo virtist að liði þar væri það nú líka.  EE ákvað að fara heim en við bræðurnir ákváðum að halda áfram og fórum á stað sem hét Pit Stop en þar vara "svala" liðið, þar sátum við og lookuðum töff og drukkum meira og meira og meira.  Nú eftir rosalegt kvöld skakklöppuðumst við heim, þó ótrúlega ferskir.
Sunndudagur - ÞYNNKA - lítið gert þann daginn, fórum í labbitúr með ungu dömuna og lítið annað.
Mánudagurinn rann upp, enn smá þynnka í mér en þá leigði ég bíl og var haldið til Legolands.  Keyrðum við þangað með hele familien og skoðuðum það hátt og lágt.  Þetta var ótrúlega skemmtilegur garður og var hægt að sjá heilu landsvæðin gerð úr kubbum, en það merkilegasta af kubbunum var þó Nyhavn, en tók ég mynd af stað sem hét Hong Kong og þeir sem hafa verið þar þekkja þann stað, sleazy en góður (ekki satt Hjölli).  Nú áfram héldum við um parkinn og var það bara fínt, settumst út á gras í góða veðrinu og ákváðum að skella okkur í rússíbanann, það eina sem var fyrir fullorðna svo sem.  Nú fyrst fóru stelpurnar þar sem einhver þurfti að passa stúlkuna og voru þær í 1 klst í burtu, svo fórum við og vorum eina klst í burtu - þ.a. að við biðum í 2 klst fyrir 30 sekúndna ride.
Nú þegar klukkan var 18.00 var haldið heim og náðum við að Supersize okkur áður en haldið var í kotið.
Á þriðjudeginum ákváðum við að vera fram á miðvikudagsmorgun í Kolding og því var haldið niður í bæinn þar, EE náði að sjoppa soldið og ég náði að skoða í CD/DVD búðir með bróðir mínum þ.a. allir voru hamingjusamir.
Um kvöldið ákváðum við að spila svolítið og fá okkur smá bjór, ég og bróðir fengum okkur smá gt, enda nauðsynlegt að vinna sig neðar í flöskuna sem keypt var í fríhöfninni. 

Allt í allt var þetta eðal ferð, náðum að gera fullt af hlutum í Kolding og meira að segja að ferðast um Jótland smá og fara alla leiðina í Legoland (by the way þá er til Legoland í London og Berlin amk).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar